Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Páskarnir

Páskarnir voru æðislegir, þeir byrjuðu reyndar á því að ég var að vinna á Skírdag en það er ekki “Bank Holiday” hérna eins og heima. Fösturdagurinn langi byrjaði á því að kveðja fjölskylduna hennar Hrundar svo lagði ég mig aftur til hádegis til að byrja páskafríið með stæl. Svo fór ég niðrá Oxford Street að versla aðeins mig langaði aðeins að "punta" uppá baðherbergið mitt(myndir koma fljótlega) en það var búið að vera lengi á to do listanum sem lengist eiginlega bara þessa dagana því tíminn flýgur svo hratt að maður nær sko alls ekki að gera allt sem manni langar að gera. Ég var rosalega stolt og ánægð með sjálfa mig þegar ég kom heim því þá sá ég sko virkilega hvað verslunarferðin mín var árangursrík því mér finnst baðhergið mitt alveg rosalega flott núna, ég er mjög ánægð með það.

Við Hrund fórum svo í fyrsta skiptið á Portobello Road markaðinn en þangað erum við sko búnar að ætla lengi. Það var reyndar frekar kalt svo að við fórum frekar hratt í gegn en sáum að við munum alveg getað verslað fullt þarna og leist mjög vel á hann en ferðinni verður sko heitið þangað aftur við betra tækifæri. Við fengum okkur aðeins í glas um kvöldið og ætluðum á Hoxton Square um kvöldið en hættum svo við vorum bara þreyttar...., en þar eru margir skemmtilegir staðir, ég get alveg mælt með Zigfrid (and the Underbelly) núna en mun mæla með öðrum síðar þegar ég hef prófað þá aðmennilega.
Páskadagur var algjör afslöppunardagur og við vorum þvílíkt hamingjusamar að hafa fengið Nóa og Siríus páskaegg frá Öbbu mömmu hennar Hrundar sem við gátum gætt okkur á, það var æði J

Annar í páskum byrjaði á ræktinni eftir allt nammi átið deginum áður og það var sko tekið á því og farið í gufu og allur pakkinn tekinn. Við fórum svo út að borða á frábærum mexicönskum stað sem heitir Cafe Pacifico og er rétt hjá Covent Garden tube stöðinni, úff já, ég get sko alveg mælt með þessum stað, en það er víst frábært að byrja kvöldið þarna ef maður ætlar út á lífið. 
 

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Fréttir af nýju vinnunni...

Nú er ég aðeins komin inní verkefnin mín í vinnunni hjá TheTrainLine en þau stærstu eru að stjórna innleiðingu á að bæta við hótelum við bókun á lestarmiða en þá getur maður bókað lestarmiða til Manchester og hótelið í einum pakka í staðinn fyrir að fara á tvo staði, svo erum við að skipta um vefgreiningatæki eða frá SageMetrics yfir í WebTrends einnig er ég að sjá um að innleiða nýja prentunaraðferð á miðum fyrir Ministry of Defense eða MOD eins og þeir kalla það í vinnunni en þeir eru mjög duglegir að búa til skammstafanir en svo kannaðist ég til dæmis ekki heldur við BAU sem er Business As Usal og TBC sem er To Be Confirmed en ég er að komast inní þetta núna og er að byrjuð að búa til mínar eigin strax J 

Ég er svo hamingjusöm, þakklát og ánægð að ég hafi tekið ákvörðun um að flytja hingað til London. Þó svo að þetta hafi tekið smá á í byrjun að þá er það oft þannig að maður verður að hafa fyrir hlutunum svo að maður kunni að meta það sem koma skal og góðir hlutir gerast hægt, þvílíka lukkulega ákvörðunin ég er allaveg þvílíkt ánægð J
 

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari

 


Heimsókn frá Íslandi

Fjölskyldan hennar Hrundar kom í heimsókn til okkar en mamma hennar kom með þvílíka góðgætið frá Íslandi til okkar og við vorum rosalega hamingjusamar....fengum, flatkökur, hangikjöt, harðfisk, lindu buff, Cherrios, kúlusúkk, páskaegg og kókómjólk svo eitthvað sé nefnt....takk takk Abba mín þetta var alveg frábært og er enn því við erum búnar að vera spara sumt. Fyrsta kvöldið þeirra fórum við á Gaucho á Piccadilly en við vorum á þriðju hæðinni þar en við mælum eindregið með því að halda sér á annarri hæðinni á þeim stað afþví það verður eitthvað svo hávært þarna uppi en maturinn klikkaði að sjálfsögðu ekkert, hann var að vanda algjört æði.

Annað kvöldið fórum við svo á Dirty Dancing í Aldwych Theatre en það var alveg frábært þó að fyrir hlé hefði alveg mátt koma meira frá leikurunum þetta var alveg eins og myndin en við nutum okkar í botn og langaði að fara læra að dansa, sem við Hrund stefnum reyndar að þegar það fer að hægja aðeins á hjá okkur.

Hún Margrét Eva vinkona kom svo einnig í heimsókn til London en hún var á námskeiði í þrjá daga á vegum vinnunnar en við fórum á Brick Lane og nældum okkur í indverskan mat á Preem sem var að vanda mjög góður. Það var alveg frábært að fá eina úr Brunch klúbbum og heyra smá alvöru slúður frá Íslandi sem kemur bara þegar maður er í spjallgír face to face að mínu mati. Því miður var svo mikið að gera hjá henni að við náðum bara að hittast þetta eina kvöld.

Ég fór einnig með fjölskyldunni hennar Hrundar á Billy Elliot í Viktoria Palace Theatre, sú sýning var mjög skemmtileg en þar komust við að því hversu góðar við erum í því að skilja Breta að norðan því það er sko stór munur á breskunni og margir Bretar skilja suma þeirra ekki sjálfir....eða það þarf allavega þónokkra þjálfun í að venjast því hvernig þeir tala.  


Mér hlakkar rosalega til núna því nú fara heimsóknirnar að streyma hingað til mín en Fjóla María vinkona frá Capacent kemur í byrjun apríl, Þurý fyrrverandi Londonbúi í lok apríl, Elfa, Helga og Ólöf skólavinkonur og vinkonur for life koma í smá útskriftarferð/heimsókn í byrjun maí og að lokum koma mamma og Dísa systir um miðjan maí áður en þær fara aftur til Íslands frá Indlandi. 


Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
 
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
 


Nýja vinnan gengur vel :)

Vildi bara staðfesta að nýja vinnan gengur vel en ég þarf samt að hafa mig alla við þessa dagana við að koma mér í og úr vinnu, fara í ræktina og lesa mér til um ýmis málefni sem tengjast vinnuni á milli þess að sofa af og til Halo

En við Hrund fórum með Öllu vinkonu hennar út að borða á Roka aftur sem er æðislegur Japanskur veitingstaður hjá Tottenham Court Road og svo kíktum við aðeins á stað sem er nágrenninu okkar og heitir Drunken Monkey og hann lofaði alveg góðu en svo áttum við pantað á frábærum stað sem heitir Lounge Lover og við getum sko alveg mælt með honum. Já, og "omg" Þorrablótið var alveg frábært...kannski meira um það síðar Tounge

Ég vildi einnig þakka innilega fyrir öll innlitin á síðuna mína og allar frábæru kveðjurnar þær hlýja manni svo innilega þegar maður er staddur erlendis....vildi reyndar stundum að fleiri vinir mínir myndu blogga mig vantar slúður frá Íslandi Whistling

Jæja, nóg í bili hef því miður ekki tíma í meira eins og er. Hafðið það sem allra best þangað til næst.

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband