Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Komin með frábæra vinnu :)

Ég er svo hamingjusöm núna....ég er komin með frábæra vinnu!! 

Fyrsti vinnudagurinn minn í nýju vinnunni verður 3. mars en ég er að fara vinna sem Product Development Project Manager hjá fyrirtæki sem heitir The Trainline en flestir í Bretlandi þekkja fyrirtækið. Ég hlakka þvílíkt til að takast á við þetta nýja verkefni þar sem mér hefur alltaf fundist svo gaman af því að þróa, breyta og bæta þá held ég að þetta starf eigi eftir að eiga mjög vel við mig. Fyrirtækið er staðsett hjá Aldgate tube stöðinni en það er gjörsamlega við hliðiná ræktinni og frekar nálægt heimilinu mínu svo ég get labbað í vinnuna þegar það er gott veður en þetta er algjör lúxus miðað við marga aðra hér í London. Landsbankinn er staðsettur við hliðiná mér svo núna get ég meira segja farið í lunch með Hrund og öðrum vinum mínum þar J 

Á meðan ég man þá er hér mynd af Hrund sambýliskonu minn í London.

Hrund_afmæli_thuryVið Hrund fórum og héldum uppá tilefnið og fórum í bæinn að versla en ég keypti mér æðislega skyrtu og svo topp fyrir ræktina.  Í framhaldi fórum við á djammið en við kynnumst fullt af gaurum en þeir sýndu okkur staði niðri í Piccadilly sem við eigum eftir að fara aftur á....við myndum hinsvegar alveg þiggja að fá að vita um góða klúbba sem einhver getur mælt með fyrir okkur, endilega sendið mér póst eða látið athugasemd á síðuna. Við erum að vinna í því að prófa staði til að geta leiðbeint okkar gestum sem allra best og verið sko með London á hreinu.

Ég og Hrund erum búnar að vera mjög duglegar í ræktinni þessa dagana en við erum að fara um 5-6 sinnum í viku, við verðum algjörar skvísur í bíkiníunum okkar í sumar. Við förum meira segja í fitumælingu til að við getum mælt og metið árangurinn hjá okkur aðmennilega. Það er sko þvílíkt aðhald í gangi í matarræðinu líka en það er hinsvegar allt leyfilegt á laugardögum svo það er uppáhaldsdagurinn okkar J

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.


Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari 


Fyrsti vinnudagurinn :)

Fyrsti vinnudagurinn minn 4. febrúar í tímabundu vinnunni var alveg frábær, ég rúllaði þessu alveg upp. Ég hef bæði unnið með Navison Financials og Navision Axapta í gegnum tíðina en það var verið að kenna mér á Navison Attain sem er mjög svipað forrit og ég var byrjuð að kenna þeim sem var að kenna mér á forritið ýmis sniðug “tricks” en það lýsir mér og hugbúnaði nú alveg í hnotskurn. Vinnufélagarnir voru alveg steinhissa á því hvað ég var fljót læra allt J
Ég verð að viðurkenna það er svolítið skrýtið að vera tala ensku allan daginn, en það var ýkt gaman bara að þessu og þetta verður alveg frábær reynsla.

Svo drifum við Hrund okkur í ræktina og hún tók mig í smá BootCamp tíma eftir hlaupabrettið, en henni fannst ekkert smá gaman að því að pína mig áfram
J
Við erum reyndar búnar að vera mjög duglegar í ræktinni og ætlum sko að verða þvílíkar skvísur í sumar!!

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.


Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari

 


10 viðtöl á einni viku!

Hrund sem leigir með mér fór til Íslands síðustu helgi í brúðkaup og ég var ein í kotinu. Ég notaði tímann og útbjó “Vision board” en þeir sem hafa horft eða lesið Secret vitið hvað ég á við. Það var rosalega skemmtilegt klippa út og að setja draumana sína upp á töflu.  Mæli hiklaust með þessu þótt að fólk trúi ekki á skilaboðin þá ert þetta mjög hollt að mínu mati því maður setur sér markmið og horfir á myndir af því sem maður vill sjá í framtíðinni sinni.

Um síðustu helgi fórum við Vigdís og Ingvar í afmæli hjá Lindu sem býr hérna úti en hún er systir hennar Nínu hans Skúla Gunn forstjóra Capacent Int. Hún hélt afmælið sitt á æðislega skemmtilegum stað sem er mjög nálægt heimilinu mínu, en ég mun alveg örugglega fara þangað aftur. Ég var reyndar að uppgötva um daginn að nú verða margir vinir mínir þrítugir á árinu ásamt sjálfri mér, algjör að velja þetta ár til að flytja erlendis J
Ég væri alveg til í að mæta í öll þessi yndislegu afmæli en kannski mun ég halda þrítugsafmælið mitt hér í London, hver veit!

Síðasta vika var rosalega busy....ég fór í 10 viðtöl en ég fór í þrjú viðtöl á einum degi það er sko þvílíkur árangur því það tekur tíma að komast á milli staða hér í London. Öll þessi viðtöl og vinnan mín hafa skilað árangri þar sem ég byrja að vinna á mánudaginn. Ég fékk frábært símtal frá Íslandi í vikunni en það var verið að bjóða mér sölu- og markaðsstjórastöðu hjá litlu fyrirtæki á þvílíkri uppleið en það er frekar girnilegt að taka starfinu miðað við hvað er verið að bjóða mér hérna....en ég held enn í vonina að ég fái fullkomna starfið mitt hérna.

Það var íslendingapartý þann 1. febrúar en það var mjög gaman að kynnast fleirum íslendum hér í London. Það verður svo þorrablót þann 1. mars, en okkur hlakkar þvílíkt til því það verða að öllum líkindum aðeins fleiri andlit þar J

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.


Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Komin með vinnu :)

Oh, þið trúið því ekki hvað ég er ánægð núna....ég er komin með vinnu hjá fyrirtæki sem heitir QBS software en ég byrja að vinna 4. febrúar. Þetta er tímabundin vinna á meðan ég leita að fullkomna starfinu mínu, en verð í símasölu á hugbúnaði. Þetta er fínt tækifæri fyrir mig til að komast inní vinnumenninguna hér í landi :) 

Lífið er svo yndislegt.

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 19695

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband