Leita í fréttum mbl.is

10 viðtöl á einni viku!

Hrund sem leigir með mér fór til Íslands síðustu helgi í brúðkaup og ég var ein í kotinu. Ég notaði tímann og útbjó “Vision board” en þeir sem hafa horft eða lesið Secret vitið hvað ég á við. Það var rosalega skemmtilegt klippa út og að setja draumana sína upp á töflu.  Mæli hiklaust með þessu þótt að fólk trúi ekki á skilaboðin þá ert þetta mjög hollt að mínu mati því maður setur sér markmið og horfir á myndir af því sem maður vill sjá í framtíðinni sinni.

Um síðustu helgi fórum við Vigdís og Ingvar í afmæli hjá Lindu sem býr hérna úti en hún er systir hennar Nínu hans Skúla Gunn forstjóra Capacent Int. Hún hélt afmælið sitt á æðislega skemmtilegum stað sem er mjög nálægt heimilinu mínu, en ég mun alveg örugglega fara þangað aftur. Ég var reyndar að uppgötva um daginn að nú verða margir vinir mínir þrítugir á árinu ásamt sjálfri mér, algjör að velja þetta ár til að flytja erlendis J
Ég væri alveg til í að mæta í öll þessi yndislegu afmæli en kannski mun ég halda þrítugsafmælið mitt hér í London, hver veit!

Síðasta vika var rosalega busy....ég fór í 10 viðtöl en ég fór í þrjú viðtöl á einum degi það er sko þvílíkur árangur því það tekur tíma að komast á milli staða hér í London. Öll þessi viðtöl og vinnan mín hafa skilað árangri þar sem ég byrja að vinna á mánudaginn. Ég fékk frábært símtal frá Íslandi í vikunni en það var verið að bjóða mér sölu- og markaðsstjórastöðu hjá litlu fyrirtæki á þvílíkri uppleið en það er frekar girnilegt að taka starfinu miðað við hvað er verið að bjóða mér hérna....en ég held enn í vonina að ég fái fullkomna starfið mitt hérna.

Það var íslendingapartý þann 1. febrúar en það var mjög gaman að kynnast fleirum íslendum hér í London. Það verður svo þorrablót þann 1. mars, en okkur hlakkar þvílíkt til því það verða að öllum líkindum aðeins fleiri andlit þar J

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.


Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, mín orðin alvöru bloggari. Tvær færslur á tveimur dögum og myndir og allt. Nú fer að verða gaman að fylgjast með. Til hamingju með bráðabrigða vinnuna.

Gulla Olsen (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Jamm, Gulla mín varð að fara standa mig....var einmitt að spá í að hafa eina fyrirsögnina "Alvöru bloggari :)".

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 4.2.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband