Leita í fréttum mbl.is

Komin með frábæra vinnu :)

Ég er svo hamingjusöm núna....ég er komin með frábæra vinnu!! 

Fyrsti vinnudagurinn minn í nýju vinnunni verður 3. mars en ég er að fara vinna sem Product Development Project Manager hjá fyrirtæki sem heitir The Trainline en flestir í Bretlandi þekkja fyrirtækið. Ég hlakka þvílíkt til að takast á við þetta nýja verkefni þar sem mér hefur alltaf fundist svo gaman af því að þróa, breyta og bæta þá held ég að þetta starf eigi eftir að eiga mjög vel við mig. Fyrirtækið er staðsett hjá Aldgate tube stöðinni en það er gjörsamlega við hliðiná ræktinni og frekar nálægt heimilinu mínu svo ég get labbað í vinnuna þegar það er gott veður en þetta er algjör lúxus miðað við marga aðra hér í London. Landsbankinn er staðsettur við hliðiná mér svo núna get ég meira segja farið í lunch með Hrund og öðrum vinum mínum þar J 

Á meðan ég man þá er hér mynd af Hrund sambýliskonu minn í London.

Hrund_afmæli_thuryVið Hrund fórum og héldum uppá tilefnið og fórum í bæinn að versla en ég keypti mér æðislega skyrtu og svo topp fyrir ræktina.  Í framhaldi fórum við á djammið en við kynnumst fullt af gaurum en þeir sýndu okkur staði niðri í Piccadilly sem við eigum eftir að fara aftur á....við myndum hinsvegar alveg þiggja að fá að vita um góða klúbba sem einhver getur mælt með fyrir okkur, endilega sendið mér póst eða látið athugasemd á síðuna. Við erum að vinna í því að prófa staði til að geta leiðbeint okkar gestum sem allra best og verið sko með London á hreinu.

Ég og Hrund erum búnar að vera mjög duglegar í ræktinni þessa dagana en við erum að fara um 5-6 sinnum í viku, við verðum algjörar skvísur í bíkiníunum okkar í sumar. Við förum meira segja í fitumælingu til að við getum mælt og metið árangurinn hjá okkur aðmennilega. Það er sko þvílíkt aðhald í gangi í matarræðinu líka en það er hinsvegar allt leyfilegt á laugardögum svo það er uppáhaldsdagurinn okkar J

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.


Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Alla mín, frábært að heyra hvað það gengur vel hjá þér. Kíki alltaf öðru hvoru til að fylgjast með þér :)

Hafðu það gott.

Bkv. Sigrún

Sigrún Ýr (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 09:33

2 identicon

Blessuð..

Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur, eins gott að vera búin að finna flottan klúbb í maí þegar við stormum til þín

Gangi þér vel 3 mars.

Helga Jóns

Helga Jóns (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Takk takk, alltaf gaman að fá "comment" en já, lífið er alveg yndislegt þessa dagana.....eða svona mest megnis allavega :)

Við erum sko þvílíkt að vinna í þessu klúbba dæmi þessa dagana....búin að finna einn æðislegan bar/klúbb sem heitir Jewel en hann er gjörsamlega á Piccadilly torginu. Ég fór með Hildi Elínu á hann í gærkvöldi, en það var algjört æði að hitta hana í mat á Carluccio´s í Covent Garden.

Vona líka að þið hafið það alveg frábærlega gott líka!! 

Kveðja,
Alla hamingjusami Londonfarinn :-)

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 26.2.2008 kl. 23:31

4 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna, gaman að heyra að þetta er allt saman að ganga upp hjá þér.

kv Sigrún Á

Sigrún Árna (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:00

5 identicon

Til lukku með djobbið  

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:21

6 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Takk Sigun og Anna min, thad kom loksins ad thessu hja mer

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 28.2.2008 kl. 12:54

7 identicon

Ohhh en frábærar fréttir af þér skvísa...til lukku með nýja starfið ....og gaman að lesa hvað lífið leikur við þig þarna úti.  Ég vona nú að það verði sko bara "laugardagar" þegar við stormum til þín í Mai...

kveðja Ólöf  

Ólöf (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 19:36

8 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Jamm, ýkt gaman hér í London....og já það verða sko bara "laugardagar" þegar þið komið í heimsókn. Ég er nú þegar byrjuð að plana hvað við munum gera af okkur  Hlakka rosalega til að fá ykkur skvísurnar til mín!!

Kveðja,
Alla

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:56

9 identicon

Hæ Hæ

OH hvað er gaman að lesa bloggið þitt... vildi bara kvitta fyrir innlitið og enn og aftur til lukku með jobbið

Knús og kossar

Dísa systir

Dísa Guðmunds (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband