Leita í fréttum mbl.is

Heimsókn frá Íslandi

Fjölskyldan hennar Hrundar kom í heimsókn til okkar en mamma hennar kom með þvílíka góðgætið frá Íslandi til okkar og við vorum rosalega hamingjusamar....fengum, flatkökur, hangikjöt, harðfisk, lindu buff, Cherrios, kúlusúkk, páskaegg og kókómjólk svo eitthvað sé nefnt....takk takk Abba mín þetta var alveg frábært og er enn því við erum búnar að vera spara sumt. Fyrsta kvöldið þeirra fórum við á Gaucho á Piccadilly en við vorum á þriðju hæðinni þar en við mælum eindregið með því að halda sér á annarri hæðinni á þeim stað afþví það verður eitthvað svo hávært þarna uppi en maturinn klikkaði að sjálfsögðu ekkert, hann var að vanda algjört æði.

Annað kvöldið fórum við svo á Dirty Dancing í Aldwych Theatre en það var alveg frábært þó að fyrir hlé hefði alveg mátt koma meira frá leikurunum þetta var alveg eins og myndin en við nutum okkar í botn og langaði að fara læra að dansa, sem við Hrund stefnum reyndar að þegar það fer að hægja aðeins á hjá okkur.

Hún Margrét Eva vinkona kom svo einnig í heimsókn til London en hún var á námskeiði í þrjá daga á vegum vinnunnar en við fórum á Brick Lane og nældum okkur í indverskan mat á Preem sem var að vanda mjög góður. Það var alveg frábært að fá eina úr Brunch klúbbum og heyra smá alvöru slúður frá Íslandi sem kemur bara þegar maður er í spjallgír face to face að mínu mati. Því miður var svo mikið að gera hjá henni að við náðum bara að hittast þetta eina kvöld.

Ég fór einnig með fjölskyldunni hennar Hrundar á Billy Elliot í Viktoria Palace Theatre, sú sýning var mjög skemmtileg en þar komust við að því hversu góðar við erum í því að skilja Breta að norðan því það er sko stór munur á breskunni og margir Bretar skilja suma þeirra ekki sjálfir....eða það þarf allavega þónokkra þjálfun í að venjast því hvernig þeir tala.  


Mér hlakkar rosalega til núna því nú fara heimsóknirnar að streyma hingað til mín en Fjóla María vinkona frá Capacent kemur í byrjun apríl, Þurý fyrrverandi Londonbúi í lok apríl, Elfa, Helga og Ólöf skólavinkonur og vinkonur for life koma í smá útskriftarferð/heimsókn í byrjun maí og að lokum koma mamma og Dísa systir um miðjan maí áður en þær fara aftur til Íslands frá Indlandi. 


Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
 
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig hlakkar svooooo til, er alveg í serious London fráhvörfum..... think Trainspotting!

Ingvar ætlar að tékka á borði á fifteen ... læt þig vita pæ :*

Þurý fyrrverandi Londonbúi ;) (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Hlakka líka þvílíkt til að fá þig hingað til okkar og fara á fifteen hans Jamie Olivers og Gaucho saman.....og gera fullt, fullt fleira líka :) 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband