Leita í fréttum mbl.is

Páskarnir

Páskarnir voru æðislegir, þeir byrjuðu reyndar á því að ég var að vinna á Skírdag en það er ekki “Bank Holiday” hérna eins og heima. Fösturdagurinn langi byrjaði á því að kveðja fjölskylduna hennar Hrundar svo lagði ég mig aftur til hádegis til að byrja páskafríið með stæl. Svo fór ég niðrá Oxford Street að versla aðeins mig langaði aðeins að "punta" uppá baðherbergið mitt(myndir koma fljótlega) en það var búið að vera lengi á to do listanum sem lengist eiginlega bara þessa dagana því tíminn flýgur svo hratt að maður nær sko alls ekki að gera allt sem manni langar að gera. Ég var rosalega stolt og ánægð með sjálfa mig þegar ég kom heim því þá sá ég sko virkilega hvað verslunarferðin mín var árangursrík því mér finnst baðhergið mitt alveg rosalega flott núna, ég er mjög ánægð með það.

Við Hrund fórum svo í fyrsta skiptið á Portobello Road markaðinn en þangað erum við sko búnar að ætla lengi. Það var reyndar frekar kalt svo að við fórum frekar hratt í gegn en sáum að við munum alveg getað verslað fullt þarna og leist mjög vel á hann en ferðinni verður sko heitið þangað aftur við betra tækifæri. Við fengum okkur aðeins í glas um kvöldið og ætluðum á Hoxton Square um kvöldið en hættum svo við vorum bara þreyttar...., en þar eru margir skemmtilegir staðir, ég get alveg mælt með Zigfrid (and the Underbelly) núna en mun mæla með öðrum síðar þegar ég hef prófað þá aðmennilega.
Páskadagur var algjör afslöppunardagur og við vorum þvílíkt hamingjusamar að hafa fengið Nóa og Siríus páskaegg frá Öbbu mömmu hennar Hrundar sem við gátum gætt okkur á, það var æði J

Annar í páskum byrjaði á ræktinni eftir allt nammi átið deginum áður og það var sko tekið á því og farið í gufu og allur pakkinn tekinn. Við fórum svo út að borða á frábærum mexicönskum stað sem heitir Cafe Pacifico og er rétt hjá Covent Garden tube stöðinni, úff já, ég get sko alveg mælt með þessum stað, en það er víst frábært að byrja kvöldið þarna ef maður ætlar út á lífið. 
 

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvísa

Jidúddamía....það er aldeilis stemming hjá ykkur tveimur . En núna er 1 apríl í dag...þannig að það er ótrúlega stutt í 1. maí, mig er sko farið að hlakka geðveikt til þegar við mætum þarna tútturnar  út til þín í " vopnaðar bleikum náttfötum " og chillum og höfum gaman....trallala

Haltu áfram að njóta þín sæta

kv. Ólöf

Ólöf Edda (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 08:37

2 identicon

Miðað við traffikna sem að er hjá þér fram á sumar af fólki - að þá er eins gott að þú hafir vinnu af því að sameina fleira en einn ferðamáta og gistimöguleika á netinu ;)

En flott að heyra að allt gengur glimmrandi hjá þér.

kv Sigrún

Sigrún Árna (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:22

3 identicon

Bara 30 dagar til stefnu í bleik náttföt og tjatt  

Helga Jóns (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Já, ég er sko búin að láta strauja bleiku náttfötin mín....nei, djók. Hlakka ofboðslega mikið til að fá ykkur til mín.

Já, Sigrún ég er sko byrjuð að skipuleggja allt saman og er alveg að rúlla því upp

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 6.4.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband