Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir frá Capacent vinkonum

Ég og Hrund meðleigjandi/sambýliskona/flatmate eða hvað sem við getum kallað hvor aðra ;) hittum Gauju eitt föstudagskvöld hérna úti í London. Ég pantaði á stað sem heitir Cipriani en það ítalskur staður á Davies street rétt hjá Berkeley Square en það bíða oft ljósmyndarar þar fyrir utan eftir frægu fólki. Ég fékk reyndar áfall þegar við löbbuðum þangað inn, staðurinn bar það með sér að hann væri dýr og ég gat ekki beðið eftir að kíkja á matseðill en svo var þetta ekki svo slæmt miðað við gæðin en maður getur líkt þessu við að vera á Holtinu heima en við borguðum 60 pund á mann fyrir tveggja rétta og vín. Svo var ferðinni heitið á æðislegan stað á Piccadilly Circus sem heitir Jewel sem mætti líkja við Rex/Oliver/Thorvaldssen heima en samt ekki J Þaðan var ferðinni heitið á aðra staði en svo enduðum við á dansgólfinu á TigerTiger en ætli hann sé ekki svipaður Oliver en fyrir þá sem vita það ekki þá borgar sig alltaf að vera búin að bóka borð fyrirfram hér í London svo að maður þurfi ekki að vera borga sig inn og bíða í biðröðum.   

Fjóla María kom svo í heimsókn í tvær nætur en hún var að fara á fundi til að koma flottu tölvutöskunni sinni fyrir konur á framfæri á alþjóðavettvangi, það er hægt að skoða heimasíðuna hennar með því að smella hér. Við fórum svo tvær á Beach Blanket Babylon á Bethnal Green Road og svo á Lounge Lover í kokteil en þeir eru með alveg frábæra kokteila þarna. Svo þurfti ég reyndar að fara til Edinborgar á þessum stutta tíma sem hún var í heimsókn en hún þekkir fólk hérna frá því að hún var í MBA náminu sínu í Skotlandi svo það kom ekki að mikilli sök.

Oh, það var sko æðislegt að sjá báðar stelpurnar og fá smá slúður frá Íslandi. Þetta fékk mig þó ekki til að vilja koma heim strax þó ég sakni fyrrverandi vinnufélaga minna til margra ára oft á tíðum.

Ég er reyndar ein í kotinu þangað til á næsta sunnudag þar sem Hrund fór til Íslands að vinna, verð nú að viðurkenna það er svolítið skrýtið að hafa hana ekki að ýta á mig á æfingu en ég er nú samt ágætlega hörð við sjálfa mig ;)
Í staðinn hittumst við hin Hrund sem vinnur einnig hjá Landsbankanum og fengum okkur að borða og skelltum okkur í bíó á
The Other Boleyn Girl sem okkur þótti báðum mjög skemmtileg.

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,

Það var frábært að vera hjá ykkur og fín íbúð.  Baðherbergið þitt Alla er æðislegt.  Takk fyrir gistingu og skemmtilegt kvöld.

 kv.Fjóla

Fjóla María (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Your welcome sæta mín það var meiriháttar að fá þig til okkar. Takk fyrir hrósið með baðherbergið.....ég verð að viðurkenna að ég er alveg gífurlega stolt af mér þar sem að "innrétta" hefur ekki verið mín sterka hlið hingað til

Hlakka til að sjá þig næst.

Bestu kveðjur,
Alla

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:05

3 identicon

Bleiku Bergrúnu langar í meira blogg.. hvað er að gerast hjá Öllu minni í flottu borginni.. er skvísan ekki alltaf til í Oxford rölt ef að maður myndi láta sjá sig í stórborginni??

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:27

4 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Já, Bergrún mín þetta er alveg rétt hjá þér.....það er bara svo gaman hjá okkur að tíminn bara flýgur og ég hef allt í einu ekki bloggað í allt of langan tíma.

Jú, ég er allavega ekki ennþá komin með leið á því að fara niðrá Oxford þó svo að það geti nú verið ansi mikið af fólki þarna á háannartímum :)
Þú og Beta verðið bara að kíkja í heimsókn!!

Blogga sem fyrst sæta mín.

Bestu kveðjur,
Alla

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 28.4.2008 kl. 23:57

5 identicon

ohh já fer í þessu mál við Betu.. mætum sterkar til leiks og rústum Oxford ;) river island mun aldrei bíða þess bætur hahah

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband