Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
7.4.2008 | 00:01
Heimsóknir frá Capacent vinkonum
Ég og Hrund meðleigjandi/sambýliskona/flatmate eða hvað sem við getum kallað hvor aðra ;) hittum Gauju eitt föstudagskvöld hérna úti í London. Ég pantaði á stað sem heitir Cipriani en það ítalskur staður á Davies street rétt hjá Berkeley Square en það bíða oft ljósmyndarar þar fyrir utan eftir frægu fólki. Ég fékk reyndar áfall þegar við löbbuðum þangað inn, staðurinn bar það með sér að hann væri dýr og ég gat ekki beðið eftir að kíkja á matseðill en svo var þetta ekki svo slæmt miðað við gæðin en maður getur líkt þessu við að vera á Holtinu heima en við borguðum 60 pund á mann fyrir tveggja rétta og vín. Svo var ferðinni heitið á æðislegan stað á Piccadilly Circus sem heitir Jewel sem mætti líkja við Rex/Oliver/Thorvaldssen heima en samt ekki J Þaðan var ferðinni heitið á aðra staði en svo enduðum við á dansgólfinu á TigerTiger en ætli hann sé ekki svipaður Oliver en fyrir þá sem vita það ekki þá borgar sig alltaf að vera búin að bóka borð fyrirfram hér í London svo að maður þurfi ekki að vera borga sig inn og bíða í biðröðum.
Fjóla María kom svo í heimsókn í tvær nætur en hún var að fara á fundi til að koma flottu tölvutöskunni sinni fyrir konur á framfæri á alþjóðavettvangi, það er hægt að skoða heimasíðuna hennar með því að smella hér. Við fórum svo tvær á Beach Blanket Babylon á Bethnal Green Road og svo á Lounge Lover í kokteil en þeir eru með alveg frábæra kokteila þarna. Svo þurfti ég reyndar að fara til Edinborgar á þessum stutta tíma sem hún var í heimsókn en hún þekkir fólk hérna frá því að hún var í MBA náminu sínu í Skotlandi svo það kom ekki að mikilli sök.
Oh, það var sko æðislegt að sjá báðar stelpurnar og fá smá slúður frá Íslandi. Þetta fékk mig þó ekki til að vilja koma heim strax þó ég sakni fyrrverandi vinnufélaga minna til margra ára oft á tíðum.
Ég er reyndar ein í kotinu þangað til á næsta sunnudag þar sem Hrund fór til Íslands að vinna, verð nú að viðurkenna það er svolítið skrýtið að hafa hana ekki að ýta á mig á æfingu en ég er nú samt ágætlega hörð við sjálfa mig ;)
Í staðinn hittumst við hin Hrund sem vinnur einnig hjá Landsbankanum og fengum okkur að borða og skelltum okkur í bíó á The Other Boleyn Girl sem okkur þótti báðum mjög skemmtileg.
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt 14.4.2008 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Bloggvinir
Fólk
Næturlíf í London
Næturlíf í London
-
LoungeLover
Ótrúlega skemmtilegur og töff kokteilbar þar sem einnig er hægt að fá sér sushi. No. 1 Whitby Street London E1 6JU To make a booking please call on Tel: 020 7012 1234
LoungeLover
Verslanir í London
-
DisDis
disa@disdis.net
The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, women’s evening bags, handbags, men’s bags, bracelets, belts and shoes.
www.disdis.net -
Myndir af verslunargötum
Hér er hægt að finna myndir af öllum helstu verslunargötunum, þú ferð fram og til baka eins og þú sért að labba á götunni.
Myndir af verslunargötum -
Topshop
400 Oxford Street. Um leið og komið er uppúr neðanjarðarlestinni frá Oxford Circus.
Topshop
Veitingastaðir í London
-
Gaucho
Argentine steikhús sem eru víða um London. 25 Swallow Street, London W1B 4QR T 020 7734 4040 F 020 7734 1076 Email Gaucho Piccadilly
Gaucho -
Hakkasan
Cusine: Chinese Address: Hanway Place, W1T 1HF Enquiries: 020 7907 1888 Hef því miður ekki fundið heimasíðu.
Hakkasan LondonTown
Tenglar
Fashion
- DisDis The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, womens evening bags, handbags, mens bags, bracelets, belts and shoes.
Veitingastaðir í London
- Gauho Argentine steikhús sem eru víða um borgina. Mæli hiklaust með steikunum þarna.
London
- Bloggið hennar Vígdísar Bloggið hennar Vígdísar hjá LÍ í London
- View my on LinkedIn View Adalheidur Osk Gudmundsdottir's profile on LinkedIn
- View my on MySpace View Alla´s profile on MySpace
- View my on FaceBook View Alla´s profile on FaceBook