Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
27.5.2008 | 23:26
Better late then never :)
Jájá ég veit það ég er ekki að standa undir nafni að vera bloggari en svona er þetta nú bara ég hugsa þeim mun meira til ykkar....Úff, það er bara svo gaman og mikið að gera og þá flýgur tíminn og nú er orðinn meira en mánuður síðan ég bloggaði....nóg er búið að gerast....
Svo ég byrji nú á byrjuninni þá var hann Eyjó vinur minn úr skólanum í London "um daginn" og var búin að bóka út að borða fyrir sig og félaga sína á einkaklúbb sem hann er meðlimur að en klúbbur heitir Claremont Club og er einn elsti einkaklúbburinn hér í London. Hann var svo góður að hann bauð mér og Hrund að borða með þeim. Og ó vá .....þvílík upplifun, það eru allir skráðir niður og þurfa sýna skilríki og það er tekin mynd af öllum sem fara inn í klúbbinn. Þetta var frábær staður, mjög old fashion og frábær þjónusta staðurinn lyktaði af flottheitum og það var sérstakt casino fyrir meðlimi einnig á staðnum......Ekkert smá gaman að upplifa slíkt og í svona líka fínum félagsskap takk Eyjó fyrir frábært kvöld.
Ein svona heimilssaga... Smoothie óhapp ☺
Þið ykkar sem vitið ekki hvað smoothie er þá er það eins konar hollustudrykkur með ýmsum ávöxtum og djúsí blandað saman. Það var einn slíkur inní ísskáp sem var eitthvað gallaður því það var byrjað að leka uppúr honum þó svo að hann væri óopin svo Hrund tók hann úr ísskápnum og lét í ruslið okkar sem er plastpoki utan á eldhús innréttingunni þar sem við höfum ekki ennþá fjárfest í ruslafötu....en stuttu síðar þegar leigusalinn okkar var í heimsókn sprakk hann út um allt eldhús og við enduðum á því að þurfa að láta mála þar sem bretar nota ekki alltaf herðir í málninguna sína svo það voru smoothie blettir út um allt eldhús hjá okkur í mánuð en þetta var bara fyndið atriði og sérstaklega að leigusalinn var í heimsókn og fannst ekki fyndið að fá smootie á sig og út um allt eldús :)
Svo fékk ég enn aðra frábæra heimsókn um daginn uppáhaldsskólavinkonurnar, en það voru þær Elfa, Ólöf og Helga. Oh, það var svo gaman að fá þær, við vorum allar duglegar að versla en þó duglegastar í að smakka Mojito á börum borgarinnar. Það var algjört æði hjá okkur ásamt Hrund og Rakel frænku hennar sem var einnig í heimsókn hjá okkur hér í East London. Gaucho uppáhalds veitingastaðurinn minn hér í London var tekin með trompi á ekki von á að það kvöld verði slegið út af nokkrum manni. Við fengum svo alveg frábært vor veður á laugardeginum en þá ætluðum við mögulega að faraí London Eye en lögðum ekki í það að bíða í eina klukkustund en það er samt alveg frábært að labba þarna við ánna og skoða sig um og sjá Big Ben og Höllina "up close and personal" en þetta er þarna allt ásama svæði. Mig langar bara að fá þær sem fyrst aftur, þessi heimsókn var æði!!
Og ekki nóg með það....ég er komin með nýja vinnu algjört draumastarf þar sem ég er þátttakandi í að setja upp skrifstofu fyrir fjárfestingafélag hér í London. Félagið er með starfsemi á nokkrum stöðum út í heimi og ég mun aðallega starfa hér í London og því mjög skemmtilegir tímar framundan. Verkefni mín munu vera allt frá A-Z í byrjun eða það sem kemur upp að hverju sinni, ekki leiðinlegt þegar vinnan er eitt af áhugamálunum, hreinlega forréttindi myndi ég segja.
Sumarið er eiginlega alveg komið hérna og oft á tíðum alltof heitt í strætó og "tube-inu"en ég ætla sko ekki að kvarta mér finnst æðislegt að hitastigið er hærra en á Íslandi og sé mig alveg fyrir að búa í heitara landi einhvern tímann seinna á lífsleiðinni. Það er hinsvegar alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og það eru rúmir sex mánuðir síðan ég flutti hingað til London.
Okkur Hrund var boðið í cabaret partý af Herði sem vinnur hjá Baugi en það var rosalega skemmtileg upplifun en það eru eingöngu boðsgestir og þessi þema partý eru reglulega en síðast var Bond þema...ég hefði nú slegið í gegn í þvi þar sem ég á ennþá einhverjar græjur frá Capacent árshátíð þar sem það var einnig Bond þema.
Við munum nokkur saman fara á tónleika með Radiohead og okkur hlakkar þvílíkt til en þeir verða í Viktoria Park sem er um 10 mínútu göngufæri frá heimili okkar hér í London en ég skráði okkur í Google Maps um daginn en það er hægt að fletta okkur upp þar.....mér finnst það algjör snilld :)
Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Bloggvinir
Fólk
Næturlíf í London
Næturlíf í London
-
LoungeLover
Ótrúlega skemmtilegur og töff kokteilbar þar sem einnig er hægt að fá sér sushi. No. 1 Whitby Street London E1 6JU To make a booking please call on Tel: 020 7012 1234
LoungeLover
Verslanir í London
-
DisDis
disa@disdis.net
The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, women’s evening bags, handbags, men’s bags, bracelets, belts and shoes.
www.disdis.net -
Myndir af verslunargötum
Hér er hægt að finna myndir af öllum helstu verslunargötunum, þú ferð fram og til baka eins og þú sért að labba á götunni.
Myndir af verslunargötum -
Topshop
400 Oxford Street. Um leið og komið er uppúr neðanjarðarlestinni frá Oxford Circus.
Topshop
Veitingastaðir í London
-
Gaucho
Argentine steikhús sem eru víða um London. 25 Swallow Street, London W1B 4QR T 020 7734 4040 F 020 7734 1076 Email Gaucho Piccadilly
Gaucho -
Hakkasan
Cusine: Chinese Address: Hanway Place, W1T 1HF Enquiries: 020 7907 1888 Hef því miður ekki fundið heimasíðu.
Hakkasan LondonTown
Tenglar
Fashion
- DisDis The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, womens evening bags, handbags, mens bags, bracelets, belts and shoes.
Veitingastaðir í London
- Gauho Argentine steikhús sem eru víða um borgina. Mæli hiklaust með steikunum þarna.
London
- Bloggið hennar Vígdísar Bloggið hennar Vígdísar hjá LÍ í London
- View my on LinkedIn View Adalheidur Osk Gudmundsdottir's profile on LinkedIn
- View my on MySpace View Alla´s profile on MySpace
- View my on FaceBook View Alla´s profile on FaceBook