Leita í fréttum mbl.is

Fréttir af Öllu í London, fyrsta bloggið :)

Jæja, loksins gef ég mér tíma til að setjast niður og skrásetja hið nýja líf mitt sem hefur vægast sagt verið viðburðaríkt... Annars er bæði gott og slæmt að frétta. Rétt áður en ég fer út kom í ljós að það var víst svikahrappur á netinu sem ætlaði að reyna hafa út úr mér 450 pund án þess að ég væri búin að sjá húsnæðið með eigin augum. Húsnæðið átti að vera á besta stað alveg downtown og leit vel út á myndum. Enda segja bretarnir hér “If it sounds to good to be true than it is”. En maður á nú ansi góða að og í þessu tilviki kom hann Ingvar vinur mér til bjargar og leyfði mér að gista hjá sér í rúma viku, þar eyddi ég fyrstu dögunum mínum í London á netinu að leita að húsnæði. Fór og kíkti á tvö alveg frekar ömurlega herbergi þar sem fjórir aðrir voru að leigja líka og á ömurlegum stöðum. Loksins þegar ég var búin að finna herbergi til jóla var mér enn og aftur var mér bjargað og það af Hrund vinkonu. Hún er með glæsilega íbúð til 14. desember, nálægt miðbænum og bauð mér að vera þar með sér.  Þá gat ég loksins farið að einbeita mér að atvinnumálum aftur en ég þurfti að sleppa afleysingarvinnunni sem ég var kominn með af því að húsnæðið klikkaði. Síðan fáum við Hrund alveg frábæra íbúð afhenta þann 10. desember á afmælinu mínu. Sú íbúð er til framtíðar svo þá eru þau mál komin í höfn en það er meira en að segja það að flytja svona á milli landa þar sem í raun allt er nýtt og kerfið kannski ekki alveg eins og það sem maður er vanur. Íbúðin er splunkuný með tveimur baðherbergjum og við fáum svefnsófa og sófa svo það verður nóg pláss, myndir koma fljótlega ;)


Svo þurfti nú endilega meiri ólukka að fylgja...ég lenti í rosalegum þjófnaði, það var fylgst með mér slá inn pin númerið mitt í verslun þrátt fyrir að halda hendinni yfir þá sáu þjófarnir númerið mitt en það eru víst til margir snillingar í svona málum hér í London og það var farið strax í hraðbanka og tekið út 750 pund (eða 95 þús. ísl.). Afþví að pin númerið var notað þá er víst ábyrgðin öll mín megin þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að tala við Mastercard (alls ekki nógu ánægð með það en ég held ennþá í vonina að ég fái eitthvað út úr tryggingunum). Ég ætla þó með málið lengra svo að það sé gert eitthvað til að koma í veg fyrir svona í framtíðinni, en Neytendasamtökin sögðu mér að kæra þetta til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, svo það er næst á dagskrá.  Svo enn meiri ólukka ég þurfti að veikjast í öllu þessu en ég fór á spítala eftir rúma viku með brjálað kvef og þá var ég víst komin með kinn- og ennisholusýkingu og fékk pensilín, svo nú hlýtur þetta að fara lagast og bjartari tímar framundan J


Atvinnumálin líta vel út.
Það var allt í lagi að hafa frestað tímabundnu vinnunni þá hef ég haft meiri tíma til að sækja um og vera í samskiptum við aðrar ráðningarskrifstofur og fara í viðtöl, það liggur ekkert rosalega á því að byrja alveg strax að vinna. Ég er búin að fara í tvö viðtöl hjá vinnustöðum hérlendis og er að búin að fara í þrjú viðtöl hjá ráðningaskrifstofum og svo var ég að fá ágætis starfslýsingu einnig senda og var í viðtali hjá fyrirtæki sem heitir Grass Roots í gær og fleiri viðtöl á döfinni. Launin eru nú kannski oft á tíðum aðeins verri hér en ekki alltaf en á móti kemur að skattarnir eru betri hér....en ég hef fulla trú á því að ég finni skemmtilegt starf við hæfi fljótlega J


Ég er nú líka búin að skemmta mér...fara á æðislega veitingastaði, kynnast yndislegu nýju fólki, get allavega alveg mælt með Nobu frábær matur og töff staður sem frægt fólk laumast stundum inná. Hjálpaði til á jólaballi hjá Íslendingafélaginu sem var frábært sá fullt af nýjum andlitum sem ég á eftir að kynnast betur!!



Þetta var nú  bara svona stutt yfirlit, það er greinilega full vinna að koma sér inn í menningu og líf annara þjóða þó svo maður hafi nú bara hoppað til London. Mun skrá það hjá mér að gera gátlista sem hægt væri að afhenda fólki sem tekur uppá því að flytja, það hefði nú sparað manni heilmikið. En annars þá leggst London mjög vel í mig og ég er full tilhlökkunar að takast á við það sem bíður mín. Ég hlakka ekkert smá til að sjá ykkur um jólin og vonast eftir að hitta sem flesta. Endalaust knús á ykkur öll og takk fyrir allt og allt ....Ykkar Alla


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að vera í London - en ,samt fara varlega

Halldór Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 20:17

2 identicon

Sæl skvísa

Gaman að lesa fréttir af þér frá London það er aldeilis að þú ert búin að upplifa þarna....en þetta hlýtur bara að vita á gott ...fall er fararheill !!!  og allt er þegar þrennt er !!!....núna er bara gleði og glaumur framundan hjá þér ....og draumadjobbið...

Sjáumst í jólafríinu

kveðja Ólöf  ( í prófalestri )

Ólöf Edda (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 20:44

3 identicon

Hæ svítípæ.   Veit að það verður rosalega gaman að fylgjast með þér hér. Verður að taka nokkur góð ævintýri fyrir okkur harðgiftu mæðurnar á Íslandinu góða.....

Fylgist spennt með....

Gulla Olsen (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:01

4 identicon

Gaman að fylgjast með þér. En þvílík óheppni, svikið húsnæði, þjófnaður og nú veikindi. Þetta er þrennt og eins og sagt er allt er þegar þrennt er.

Ólukkutímanum er lokið!!!!!

Gangi þér vel. Held áfram að fylgjast með þér.

kv. lindabjörk

Linda Björk (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:34

5 identicon

Hæ, hæ

Gott að þetta er allt að komast á rétt ról hjá þér. Efast ekki um að draumadjobbið bíður, og London er náttla alveg æðisleg borg.

Ég reyndi að hringja í þig á mánudaginn þegar ég var ein að væflast á Oxford Street en fékk alltaf símsvara sem sagði að ég væri að hringja í vitlaust númer . Hefði nú verið gaman að luncha saman, en kannski næst. Gangi þér roooooooosa vel ! Fylgist með blogginu.

Anna Guðrún (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:15

6 identicon

Hæ sæta.. mikið rosalega hefur þú tekið London með trompi..eða þeir þig  en vonandi er þessum ólukkutíma lokið hjá þér.

Flott að setja upp bloggsíðu og hún er kominn í favorite  Hlakka til að sjá þig um jólin. Gangi þér rosalega vel duglega stelpa

Kveðja Helga Jóns

Helga Jóns (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 11:26

7 identicon

Góðar kveðjur til þín Alla mín.

Ég segi bara eins og Ólöf... fall er fararheill. Þú átt efitr að meika það feitt þarna úti áður en langt líður

Kveðja úr prófstressinu!

Betan (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 12:09

8 identicon

Hæ vinkona

og til hamingju með nýja bloggið. Eins og Helga sagði þá ert þú einnig komin í favorites hjá mér. Gott að geta fylgst með þér það léttir á áfallinu yfir því að þú ert farin

Hlakka ekki svo lítið til að sjá þig um jólin. Njóttu þín í botn og lifðu lífinu...kossar og knús til þín og gangi þér sem best

Elfa Björk

Elfa Björk (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 11:51

9 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Oh, takk you guys. Frábærar kveðjur og mikil hvatning í þessu öllusaman.....

Þið sem eruð ennþá í próflestri eða eruð búnin að klára vonandi gekk alveg frábærlega og tu tu  

Ég skal svo skemmta mér rosalega og láta ykkur vita um eitthvað af sögunum sem er í lagi að skrifa um hér  en það verður nú meira um ævintýri þegar ég er búin að koma mér aðmennilega fyrir og byrjuð að vinna en núna er ég í 150% starfi við að sækja um störf, fara í viðtöl, fylla út próf á spurningalista á netinu og svo maður tali nú ekki um að það tekur þvílíkan tíma að skrá sig í kerfið hér....en ég er reyndar á leiðinni út að borða og djamma í kvöld þar sem Þurý vinkona á afmæli og er einnig að halda kveðjuveislu þar sem hún er að flytja heim

Æi, Anna mín leiðinlegt að heyra með að við náðum ekki saman en ég gaf þér óvart rangt númer 
 en við skulum sko hittast næst!!

Ánægð að heyra að síðan mín er komin í favorites hjá nokkrum ég stefni sko að því að standi mig í það að leyfa fólki að fylgjast reglulega með öllum ævintýrunum mínum og þá sérstaklega þegar ég meika það

Hlakka þvílíkt til að sjá ykkur um jólin. Gangi ykkur öllum sem allra best.  

Kveðja,
Alla Londonfari  

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 8.12.2007 kl. 13:33

10 identicon

Hæ sæta :)

 Ég átti nú von á því að þú myndir lenda í ævintýrum en var að vona að þetta væru fallegri ævintýri en þú ert búin að lenda í hingað til. Vonandi fara þessi góðu að slæðast inn og taka yfirhöndina.

Hvenær verður þú á Íslandi yfir jólin?

 Ég hlakka til að fylgjast mér blogginu þínu. Það fer beint inn í favorites.

 Knús frá Íslandi

Hildur

Hildur Jóna Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 16:03

11 identicon

Hæ, hæ

Gott að heyra að allt gegnur betur núna, þetta voru bara hlutir í reynslubankann :) Þú munt rúlla þessu upp héðan í frá.

Bkv, Guðrún Inga 

Guðrún Inga (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 17:25

12 identicon

Sæl vinkona

Sammála þeim sem á undan koma um að falla er fararheill. Svo er að spyrna í botninn og þú ferð á flugið og rúllar þessu upp.

Gangi þér vel og frábært að hafa þig á blogginu svo maður geti fylgst með. Afmæliskveðjur á mánudaginn.

Jóhanna Lind

Jóhanna Lind (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:58

13 identicon

Gaman að heyra frá þér-hef hugsað mikið til þín og ævintýra þinna þó að ég hafi nú vonað að þau yrðu ánægjulegri. En er ekki fall fararheill? 

Hlakka til að fylgjast með þér-komin í favorites!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:20

14 identicon

Hææææææææ - frábært að heyra hvernig þú tekur á þessu öllu saman.  Hljómar ansi kunnuglega frá mínum tíma í London þe. íbúðavesen, kreditkortamisnotkun etc...  Ég heyri að bjartsýnin á eftir að koma þér þangað sem þér hentar :)

Farðu vel með þig og passaðu þig á ljótu körlunum ;(

Steinunn Stefáns.

Steinunn (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 11:08

15 identicon

Gaman að fá fréttir af þér, þó þær seú ekki allar eins góðar. Efast samt ekki um að þú massar þetta flott. Gangi þér vel með áframhaldið.

Kv Sigurjón

Sigurjón (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 13:42

16 identicon

Hæ skvís

Gaman að heyra frá lífinu í London. Á eftir að kíkja hingað inn reglulega, en vona að fréttirnar verði nú jákvæðari í framtíðinni ;) Góða skemmtun!

Kveðja, Nína

Nína (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:19

17 identicon

Hæ skvís

Til hamingju með afmælið -

það er alveg á tæru að þú hefur tekið út óhappapakkann allan í einu.

Nú er bara bjart framundan - gangi þér vel

kveðja, Ásta

Ásta Lárusdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 08:52

18 identicon

Hæ,

Þú ert aldeilis búin að safna í reynslubankann og nú er ekkert nema tóm gleði og hamingja framundan - það er ég viss um! Gangi þér rosalega vel áfram - berjast! ;-)

Bestu kveðjur, Anna Björk ;-)

Anna Björk (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 10:55

19 identicon

Elsku Alla afmælisbarn dagsins,

Innilega til hamingju, knús og kossar frá okkur öllum hér á klakanum, kannski alveg eins kalt í London þessa dagana. Allt er þegar þrennt er, nú fer allt að ganga þér í haginn í Lundúnaborg. Hlökkum til að sjá þig um jólin, þangað til farðu varlega dúlla.

Eyja frænka og co :-)

Eyja fænka (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:26

20 identicon

Mér finnst nú alveg vera kominn tími á annað blogg mín kæra..... :-*

Gulla Olsen (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:44

21 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Já, alveg satt Gulla mín, það kemur blogg í kvöld eða á morgun en ætla út í steik og berne á afmælisdaginn svo fáið þið fréttir hvernig var um helgina og hvað gerðist á afmælisdaginn

 Ps. allir saman ég er mjög þakklát fyrir allar kveðjurnar það er algjört æði að fá þær

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:07

22 identicon

Til hamingju með daginn

Kveðja Helga

Helga Jóns (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:21

23 identicon

.......... og til hamingju með afmælið

Gulla Olsen (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 19746

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband