12.12.2007 | 21:06
Jákvætt blogg frá Öllu í London
Við Heimir vinur minn sem býr hérna úti vorum saman að sækja um störf í síðustu viku en við vorum þvílíkt dugleg. Hann, Ingvar og Þurý eru búin að vera algjört æði, alltaf að benda mér á einhverja sniðuga hluti og aðstoða mig við allar mínar fyrirspurnir og þær eru sko ekki fáar....en þau eru búnin að vera ráðleggja mér hvar eigi að versla, fara í bíó, leikhús, borða og hvar á ekki að borða og allt milli himins og jarðar, takk you guys þið eruð búnin að vera frábær.
Síðasta laugardag fórum við níu saman út að borða í tilefni af afmælinu hennar Þurýar vinkonu 8. desember en við fórum á stað sem Beach Blanket Babylon en það var algjört æði, maturinn og drykkirnir voru frábærir. Ég og Vigdís sem er að vinna hjá Landsbankanum ákváðum að fá okkur skot en það sem var fyrir valinu heitir fullnæging en ég fékk svo það hlutverk að spyrja sæta þjóninn um tvær orgasm veit eiginelga ekki hver roðnaði mest, var búin að gleyma að lífið gengur ekki bara út á vinnu og vinnu J veit ekki hvernig við Vigdís hlógum...bara gaman. Svo þegar við stelpurnar í hópnum vorum að fara kyssti hann nokkrar af okkur bless og vildi sko endilega fá sætu stelpurnar frá Íslandi aftur. Í framhaldi var farið á klúbb en við Hrund sambýlisvinkona og önnur Hrund sem vinnur líka hjá LÍ fórum heim kl. 02.
Á sunnudaginn var svo farið á markað sem að held að heiti Ups and ups sem er rétt hjá Spitalfields og Brick Lane (frekari leiðbeiningar síðar). Þetta er markaður þar sem hönnuðir eru að selja vöruna sína, ofboðslega margt flott í boði en þessi hér hönnun fannst mér sérstaklega flott þar voru töskur, belti, ponchos og treflar!!
Mánudagurinn 10. desember, afmælisdagurinn var æði J
Dagurinn byrjaði á því að ég las æðislegt bréf frá Hrund vinkonu sem var algjört æði. Strax í framhaldi fékk ég símtal útaf starfi sem ég hafði sótt um og fékk svo senda nánari starfslýsingu og átti að láta vita hvort ég hafði áhuga og að sjálfsögðu sendi ég henni í hvelli að mér litist sko vel á starfið en það er Marketing Executive hjá stóru fjármálafyrirtæki. Svo fór ég í viðtal sem gekk mjög vel og ráðningarstofan ætlar að áframsenda CV-ið mitt á tvö fyrirtæki og heyra svo í mér. Eftir viðtalið leyfði ég mér nú að ráfa aðeins um í mallinu sem ráðningastofan var í og var að leita að TIGI hársnyrivörum ásamt að líta eftir hlutum sem ég og Hrund ætlum að kaupa í nýju íbúðina. Mér hlakkar ekkert smá til að fara í það eftir áramót en við erum svo hagsýnar að við ætlum frekar að versla á útsölunum í janúar en allt á uppsprengdu jólaverði núna. Þegar ég kom heim þá fékk ég annað símtal útaf starfi og fékk starfslýsingu senda og fór strax í viðtal útaf því starfi í morgun, en ég fæ líklega að heyra útaf því fyrir helgi. Svo leyfði ég mér í fyrsta skipti að fara á myspace og slóra í tilefni dagsins og svara afmæliskveðjum og sonna það mjög skemmtilegt þar sem ég hafði ekki farið þangað lengi, en ég fékk þvílíkt mikið af afmæliskveðjum með tölvupósti-síma-sms-msn-bloggi og á myscpace, það ekkert smá nice þar sem ég er í London ;)Hrund kom heim með æðislegan afmælispakka handa mér en hún fór víst í fjögur tube til að ná í afmælisgjöf handa mér sem hún vissi að myndi slá í gegn en það voru hárvörur frá TIGI sem ég er búin að ætla að fá mér frá því ég kom en þær eru sko ekki til allsstaðar hér í London eins og hefur komið fram. Svo um kvöldið fórum við Hrund og Þurý út að borða á eitt besta steikhús sem ég hef farið á, en það heitir Gaucho. Ég fékk mér nautasteik og bérne en steikin var æði ég er ennþá að hugsa um hana og er varla búin að jafna mig, ég var í skýjunum í gærkvöldi eftir frábæran dag!!
Knús á línuna og takk fyrir allar kveðjurnar.
Ég kem svo upp lista af veitingastöðum sem ég mæli með eftir áramóta þegar ég er búin að prófa nokkra og komin með smá reynslu. Jæja, nóg í bili, hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Bloggvinir
Fólk
Næturlíf í London
Næturlíf í London
-
LoungeLover
Ótrúlega skemmtilegur og töff kokteilbar þar sem einnig er hægt að fá sér sushi. No. 1 Whitby Street London E1 6JU To make a booking please call on Tel: 020 7012 1234
LoungeLover
Verslanir í London
-
DisDis
disa@disdis.net
The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, women’s evening bags, handbags, men’s bags, bracelets, belts and shoes.
www.disdis.net -
Myndir af verslunargötum
Hér er hægt að finna myndir af öllum helstu verslunargötunum, þú ferð fram og til baka eins og þú sért að labba á götunni.
Myndir af verslunargötum -
Topshop
400 Oxford Street. Um leið og komið er uppúr neðanjarðarlestinni frá Oxford Circus.
Topshop
Veitingastaðir í London
-
Gaucho
Argentine steikhús sem eru víða um London. 25 Swallow Street, London W1B 4QR T 020 7734 4040 F 020 7734 1076 Email Gaucho Piccadilly
Gaucho -
Hakkasan
Cusine: Chinese Address: Hanway Place, W1T 1HF Enquiries: 020 7907 1888 Hef því miður ekki fundið heimasíðu.
Hakkasan LondonTown
Tenglar
Fashion
- DisDis The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, womens evening bags, handbags, mens bags, bracelets, belts and shoes.
Veitingastaðir í London
- Gauho Argentine steikhús sem eru víða um borgina. Mæli hiklaust með steikunum þarna.
London
- Bloggið hennar Vígdísar Bloggið hennar Vígdísar hjá LÍ í London
- View my on LinkedIn View Adalheidur Osk Gudmundsdottir's profile on LinkedIn
- View my on MySpace View Alla´s profile on MySpace
- View my on FaceBook View Alla´s profile on FaceBook
Athugasemdir
Gaman að heyra af ævintýrum þínum í heimsborginni.
Vildum bara minna þig á kaflann um menningarsjokk í Hovstede
Við munum fylgjast með þér á blogginu.
Kveðja,
Þórlaug og Gestur
Sigurgestur og Þórlaug (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:48
Gaman að heyra að frá þér og augljóst að þér leyðist ekki
Kveðja frá fróni Helga Jóns.
Helga Jóns (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:19
Til hamingju með afmælið skvís! Vona að það gangi áfram svona vel eins og síðustu daga ;)
Kveðja, Nína
Nína (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:34
Hæ skvísa :)
Til hamingju með afmælið um daginn. Frábært að heyra af öllum viðtölunum sem þú ert að fara í, vonandi kemur eitthvað skemmtilegt starf út úr því :) Kveðja frá Íslandi
Hildur Jóna Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 22:29
Alla mín.... þú ert alls ekkert að standa þig í blogg blogg blogg blogginu. Hvernig væri nú að hrista eitthvað fram úr fingrunum.
Gulla Olsen (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 13:47
Já, þetta er alveg rétt hjá þér Gulla mín. Það er búið að vera svo brjálað að gera að ég hef ekki gefið mér tíma í að blogga en er það ekki bara eins og alltaf hjá mér nóg að gera...finnst bara gaman þá. Takk fyrir að ýta á mig sæta mín. Skelli nýjum fréttum inn í síðasta lagi á sunnudaginn.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 9.1.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.