14.1.2008 | 01:17
Janúar í London
Ég flaug aftur til London þann 3. janúar og fór út að borða um kvöldið með Ingvari og systir hans og kærastanum hennar á indverskan stað sem heitir Shampai og er á Brick lane en þeir eru nokkrir góðir þar t.d. PREEM líka.
BT símafyrirtækið kom til okkar þann 4. janúar til að tengja símalínuna okkar ég var rosalega hamingjusöm þegar þeir komu. Um kvöldið fórum við svo á rosalega góðan japanskan stað sem heitir "ROKA" en ég get hiklaust mælt með honum, en hann er svona í dýrari kantinum og er staðsettur hjá Tottenham Court Road station. Laugardaginn 5. janúar kom tæknimaður frá SKY að tengja sjónvarpið, svo ég gat horft á frábæra gamanþætti á laugarskvöldinu. Ég fór svo og keypti mér USB data modem sem gerir mér kleyft að fara á 3G Internet hvar sem en það voru þrjár vikur þangað til að við fáum okkar heim, allt að gerast á sama tíma. Hrund kom þann 6. janúar en það var mjög gaman að fá hana ;-)
Ég er búin að fara í nokkur viðtöl eftir að ég kom tilbaka en þau ganga mjög vel þessa dagana og ég er með umsóknir inni hjá Orange, SKY, Virgin, Teletextholidays, GE Money bara svona til að nefna einhver fyrirtæki. Ég mun strax láta fréttir hér inn um leið og ég er búin að fá starf því ég verð rosalega hamingjusöm þá!!
Við Hrund fórum í IKEA til að kaupa okkur náttborð, kommóður og fleiri nauðsynlegar vörur til að halda heimili gangandi það var ekkert smá gaman að því og IKEA heima er sko ekkert stór miðað við þessa búð sem við fórum í. Ég pantaði svo einnig vörur hjá Argos sem mjög fjölbreytt búð, en þar fékk ég frábæran prentara, skannara, ljósritunarvél og ljósmyndarprentara á 30 pund sem er alls ekki mikið. Allar vörurunar og kassarnir sem við sendum til London komu í lok vikunar og nú fer allur aukatími okkar í að setja saman hluti og ganga frá. Ég ætti nú eiginlega ekki að segja frá þessu en við vorum tvo og hálfan tíma að setja saman eina kommóðu en þetta eru svo mörg smáatriði að þetta tekur mjög langan tíma en við vorum í rúman klukkutíma með seinni kommóðuna, við verðum líka út næstu viku að dúttla við að ganga frá og koma okkur aðmennilega fyrir. Íbúðin okkar á eftir að vera ekkerts smá flott og kózy. Við buðum svo Ingvari, Vigdísi og annarri Hrund í mat á laugardagskvöldið en reyndar voru Ingvar og Vigdís svo myndarleg að þau elduðu á meðan ég og Hrund leituðum í kössum eftir hinum ýmsu áhöldum sem vöntuðu til eldamennskunnar og svo eigum við bara fjóra stóla svo að gestgjafarnir skiptust á að sitja á kössum J Þegar við höfðum klárað yndislegu steikurnar okkar þá spiluðum við spil sem heitir Catan og okkur öllum finnst ýkt skemmtilegt og við ætlum svo innilega að endurtaka þetta kvöld mjög fljótlega.
Jæja, nóg í bili ég þarf að halda áfram að sækja um störf og setja saman Argos og IKEA dót, hafðið það sem allra best þangað til næst.
Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
Bloggvinir
Fólk
Næturlíf í London
Næturlíf í London
-
LoungeLover
Ótrúlega skemmtilegur og töff kokteilbar þar sem einnig er hægt að fá sér sushi. No. 1 Whitby Street London E1 6JU To make a booking please call on Tel: 020 7012 1234
LoungeLover
Verslanir í London
-
DisDis
disa@disdis.net
The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, women’s evening bags, handbags, men’s bags, bracelets, belts and shoes.
www.disdis.net -
Myndir af verslunargötum
Hér er hægt að finna myndir af öllum helstu verslunargötunum, þú ferð fram og til baka eins og þú sért að labba á götunni.
Myndir af verslunargötum -
Topshop
400 Oxford Street. Um leið og komið er uppúr neðanjarðarlestinni frá Oxford Circus.
Topshop
Veitingastaðir í London
-
Gaucho
Argentine steikhús sem eru víða um London. 25 Swallow Street, London W1B 4QR T 020 7734 4040 F 020 7734 1076 Email Gaucho Piccadilly
Gaucho -
Hakkasan
Cusine: Chinese Address: Hanway Place, W1T 1HF Enquiries: 020 7907 1888 Hef því miður ekki fundið heimasíðu.
Hakkasan LondonTown
Tenglar
Fashion
- DisDis The DisDis brand designs high quality leather laptop bags, womens evening bags, handbags, mens bags, bracelets, belts and shoes.
Veitingastaðir í London
- Gauho Argentine steikhús sem eru víða um borgina. Mæli hiklaust með steikunum þarna.
London
- Bloggið hennar Vígdísar Bloggið hennar Vígdísar hjá LÍ í London
- View my on LinkedIn View Adalheidur Osk Gudmundsdottir's profile on LinkedIn
- View my on MySpace View Alla´s profile on MySpace
- View my on FaceBook View Alla´s profile on FaceBook
Athugasemdir
Hæ hæ og gleðilegt ár.
Aldeilis spennandi hlutir að gerast hjá þér. Verst að ég missti af "bjóðinu" hjá Jóhönnu Lind, kemst vonandi næst.
Híhí ég hló upphátt að lesa síðustu færslu þar sem þú notar "og sonna" eins og 11 ára dóttir mín þegar hún bloggar ..
Gangi þér vel í atvinnuleitinni .... og með sæta nágrannann Hlakka til að heyra meira.
Anna Guðrún (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 10:34
Takk fyrir kveðjuna Anna mín. Já, það var ansi gaman hjá Jóhönnu frekar nice að ná að hitta marga í svona stuttri heimsókn, þú verður að komast næst.
Á maður ekki einmitt að láta bloggið vera svolítið persónulegt eins og maður talar en ekki að hafa allt eins og það á að vera....?
Vona líka að ég fari nú að sjá sæta nágrannan aftur
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 15.1.2008 kl. 19:30
Blessuð..
Oh.. það er bara æði að kaupa sér nýtt dót og búa sér til fallegt heimili, hlakka til að koma og sjá þú segir bara má !!! og við stökkvum til þín en allavega njóttu tímans í borginni stóru.. er á meðan er !!
**koss koss og knús knús ***
Helga Jóns (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.