Leita í fréttum mbl.is

Myndir, partý og fjölskyldan kom í heimsókn :)

Tíminn flýgur svo hratt þegar það er gaman Tounge

Ég er svo hamingjusöm að ég sé komin með þráðlaust internet frá Sky loksins en það tók frá 7. desember til 22. janúar að fá nettengingu, aðallega útaf BT.  

Ég held áfram í fullt af viðtölum en ekki ennþá kominn 100% árangur, en það kemur. Á þessu stigi er ég alveg til í að þiggja ráð og tillögur J

Stofan okkar

Hér er tengill á myndir frá íbúðinni okkar.....að mínu mati lítur hún betur út “in real life” en
hún orðin mjög kózy að okkar mati en það vantar ennþá nokkra svona “finishing touches” eins og myndir á veggi og annað smávægilegt.  


Við Hrund fórum í mjög skemmtilegt handboltaleikspartý á síðasta laugardag en við mættum hinsvegar alltof seint í boltann gleymdum okkur í að versla niðrá Oxford Circus
J
Partýið var hjá Sverrir og Rannveigu, en þau eru alveg frábær hjónin. Partýið var mjög skemmtilegt og ávallt mjög gaman að kynnast fleiri Íslendingum hér í London. Það var svo haldið áfram heima hjá Ingvari þar sem ég endaði nú aðeins of vel í glasi en við fengum sem sagt að sofa í rúminu hans, úff hann er svo nice!! 

Öll fjölskyldan mín kom í heimsókn eða þau millilentu í eina nótt á leið til Indlands. Tvöfaldur London StrætóÞað var alveg frábært að fá þau en mamma og Dísa systir voru svo búnar á því að þær vildu bara leggja sig um daginn því við áttum pantað borð á Gaucho á Piccadilly um kvöldið. Ég fór með Láru systir á smá rúnt á Brick Lane þar sem hægt er að finna margar vintage búðir og síðan fórum við niður á Oxford Circus þar sem var aðeins verslað en þetta var fyrsta skiptið sem hún hefur komið til London og það var mjög gaman að sýna henni borgina og sjá borgina einnig aftur með hennar augum en hún var að taka myndir af týpískum breskum hlutum eins og tvöfalda strætó-inum og rauðum símaklefa svo eitthvað sé nefnt en tengill á myndirnar hennar koma fljótlega en hún er ekki búin að ná að nettengjast eftir að hún lenti á Indlandi. Myndir frá Láru.

Við Hrund erum búnar að vera ýkt duglegar undanfarið að elda mjög góðan mat heima en það er oft auðveldara hér þar sem hægt er að kaupa svo margt gott tilbúið og skella í ofn. Við erum samt sem áður ekki bara að gera það, við erum líka duglegar að elda mat alveg frá grunni. Þetta er nú alveg að verða eins og alvöru heimili hér í London hjá okkur Grin

Veðrið hér í London er búið að vera alveg ágætt svona um 10-12 stiga hiti og sól þrjá daga í vikunni...frekar nice miðað við Ísland núna, en það rignir ansi oft hérna. Æi, ég varð bara að bæta þessu hér inn þar sem margir eru búnir að vera kvarta yfir öllum snjónum.

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jæja, ég er búin að skoða alla íbúðina ykkar. Fínasta íbúð. Eruð þið með sitthvort baðherbergið??  Ekkert smá great.

Gangi þér sem allra best.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.1.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Jens Guð

  London er æði.  Ég er ómögulegur maður ef ég kíki ekki árlega þangað. 

Jens Guð, 26.1.2008 kl. 01:28

3 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Já, það var annað hvort að fara í frekar lélegar íbúðir í nágrenninu, langt í burtu eða nýja byggingu með góðu öryggiskerfi og tveimur baðherbergjum svo við ákváðum að velja lúxusinn sem er mjög þægilegt :)

Oh, já London er alveg frábær. Ég trúi því að það eigi eftir að vera æðislegt að búa hérna

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 26.1.2008 kl. 02:30

4 identicon

Sælar sætasta .. æðislegt að rekast á þig hérna..mig grunar að Rannveig sem að þú fórst í partý til sé frænka mín, við erum systkinabörn ...lítill heimurinn..

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 12:55

5 Smámynd: Hanemar

Hæ skvís. Frábær íbúð og gaman að sjá myndir. Ég stalst líka til að skoða myndir systur þinnar frá Indlandi, ótrúlega skemmtilegt. Hvað er annars fólkið þitt að gera þar??

Kv. Anna Guðrún.

Hanemar, 29.1.2008 kl. 13:04

6 Smámynd: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Já, Bergrún mín ég vissi ekki að þú bloggaðir....annars er ég svo nýbyrjuð og ekki búin að gefa mér tíma í að tékka hvort maður þekkir marga sem blogga. Er búin að senda þér beiðni um að vera vinur minn á blogginu :)
Vá, úff hvað heimurinn er lítill ég býst við að þetta sér rétt hjá þér með Rannveigu, ég er nýbúin að kynnast þeim hjónum en þau er alveg frábær, bæði mjög miklir húmoristar :)

Já, takk Anna mín við erum rosalega hamingjusamar með íbúðina og erum að fínpússa ennþá en við klárum það um miðjan febrúar og ætlum að halda smá innflutningspartý   Erum einmitt bara með kveikt á kertum og höfum það ýkt kósý núna.
Um að gera að kíkja líka á myndirnar hjá Láru systir. Fjölskyldan er í ævintýramennsku, afslöppun, yoga og viðskiptum. Dísa eldri systir og mamma verða líklega fram í miðjan maí, Lára yngri systir ætlar í meiri ævintýramennsku fyrir háskólann á næsta ári en hún fer til Frakklands að vinna í rúma tvo mánuði svo fer hún í Interrail í framhaldi með vinkonum. Pabbi er í stuttri viðskiptaferð og kemur til London um miðjan mánuðinn

Það er sko allir í fjölskyldunni á ferð og flugi þetta árið

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband