Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Myndir, partý og fjölskyldan kom í heimsókn :)

Tíminn flýgur svo hratt þegar það er gaman Tounge

Ég er svo hamingjusöm að ég sé komin með þráðlaust internet frá Sky loksins en það tók frá 7. desember til 22. janúar að fá nettengingu, aðallega útaf BT.  

Ég held áfram í fullt af viðtölum en ekki ennþá kominn 100% árangur, en það kemur. Á þessu stigi er ég alveg til í að þiggja ráð og tillögur J

Stofan okkar

Hér er tengill á myndir frá íbúðinni okkar.....að mínu mati lítur hún betur út “in real life” en
hún orðin mjög kózy að okkar mati en það vantar ennþá nokkra svona “finishing touches” eins og myndir á veggi og annað smávægilegt.  


Við Hrund fórum í mjög skemmtilegt handboltaleikspartý á síðasta laugardag en við mættum hinsvegar alltof seint í boltann gleymdum okkur í að versla niðrá Oxford Circus
J
Partýið var hjá Sverrir og Rannveigu, en þau eru alveg frábær hjónin. Partýið var mjög skemmtilegt og ávallt mjög gaman að kynnast fleiri Íslendingum hér í London. Það var svo haldið áfram heima hjá Ingvari þar sem ég endaði nú aðeins of vel í glasi en við fengum sem sagt að sofa í rúminu hans, úff hann er svo nice!! 

Öll fjölskyldan mín kom í heimsókn eða þau millilentu í eina nótt á leið til Indlands. Tvöfaldur London StrætóÞað var alveg frábært að fá þau en mamma og Dísa systir voru svo búnar á því að þær vildu bara leggja sig um daginn því við áttum pantað borð á Gaucho á Piccadilly um kvöldið. Ég fór með Láru systir á smá rúnt á Brick Lane þar sem hægt er að finna margar vintage búðir og síðan fórum við niður á Oxford Circus þar sem var aðeins verslað en þetta var fyrsta skiptið sem hún hefur komið til London og það var mjög gaman að sýna henni borgina og sjá borgina einnig aftur með hennar augum en hún var að taka myndir af týpískum breskum hlutum eins og tvöfalda strætó-inum og rauðum símaklefa svo eitthvað sé nefnt en tengill á myndirnar hennar koma fljótlega en hún er ekki búin að ná að nettengjast eftir að hún lenti á Indlandi. Myndir frá Láru.

Við Hrund erum búnar að vera ýkt duglegar undanfarið að elda mjög góðan mat heima en það er oft auðveldara hér þar sem hægt er að kaupa svo margt gott tilbúið og skella í ofn. Við erum samt sem áður ekki bara að gera það, við erum líka duglegar að elda mat alveg frá grunni. Þetta er nú alveg að verða eins og alvöru heimili hér í London hjá okkur Grin

Veðrið hér í London er búið að vera alveg ágætt svona um 10-12 stiga hiti og sól þrjá daga í vikunni...frekar nice miðað við Ísland núna, en það rignir ansi oft hérna. Æi, ég varð bara að bæta þessu hér inn þar sem margir eru búnir að vera kvarta yfir öllum snjónum.

Jæja, nóg í bili. Hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Janúar í London

Ég flaug aftur til London þann 3. janúar og fór út að borða um kvöldið með Ingvari og systir hans og kærastanum hennar á indverskan stað sem heitir Shampai og er á Brick lane en þeir eru nokkrir góðir þar t.d. PREEM líka.

BT símafyrirtækið kom til okkar þann 4. janúar til að tengja símalínuna okkar ég var rosalega hamingjusöm þegar þeir komu. Um kvöldið fórum við svo á rosalega góðan japanskan stað sem heitir "ROKA"  en ég get hiklaust mælt með honum, en hann er svona í dýrari kantinum og er staðsettur hjá Tottenham Court Road station. Laugardaginn 5. janúar kom tæknimaður frá SKY að tengja sjónvarpið, svo ég gat horft á frábæra gamanþætti á laugarskvöldinu. Ég fór svo og keypti mér USB data modem sem gerir mér kleyft að fara á 3G Internet hvar sem en það voru þrjár vikur þangað til að við fáum okkar heim, allt að gerast á sama tíma. Hrund kom þann 6. janúar en það var mjög gaman að fá hana ;-)

Ég er búin að fara í nokkur viðtöl eftir að ég kom tilbaka en þau ganga mjög vel þessa dagana og ég er með umsóknir inni hjá Orange, SKY, Virgin, Teletextholidays, GE Money bara svona til að nefna einhver fyrirtæki. Ég mun strax láta fréttir hér inn um leið og ég er búin að fá starf því ég verð rosalega hamingjusöm þá!!
Við Hrund fórum í IKEA til að kaupa okkur náttborð, kommóður og fleiri nauðsynlegar vörur til að halda heimili gangandi það var ekkert smá gaman að því og IKEA heima er sko ekkert stór miðað við þessa búð sem við fórum í. Ég pantaði svo einnig vörur hjá Argos sem mjög fjölbreytt búð, en þar fékk ég frábæran prentara, skannara, ljósritunarvél og ljósmyndarprentara á 30 pund sem er alls ekki mikið. Allar vörurunar og kassarnir sem við sendum til London komu í lok vikunar og nú fer allur aukatími okkar í að setja saman hluti og ganga frá. Ég ætti nú eiginlega ekki að segja frá þessu en við vorum tvo og hálfan tíma að setja saman eina kommóðu en þetta eru svo mörg smáatriði að þetta tekur mjög langan tíma en við vorum í rúman klukkutíma með seinni kommóðuna, við verðum líka út næstu viku að dúttla við að ganga frá og koma okkur aðmennilega fyrir. Íbúðin okkar á eftir að vera ekkerts smá flott og kózy. Við buðum svo Ingvari, Vigdísi og annarri Hrund í mat á laugardagskvöldið en reyndar voru Ingvar og Vigdís svo myndarleg að þau elduðu á meðan ég og Hrund leituðum í kössum eftir hinum ýmsu áhöldum sem vöntuðu til eldamennskunnar og svo eigum við bara fjóra stóla svo að gestgjafarnir skiptust á að sitja á kössum J Þegar við höfðum klárað yndislegu steikurnar okkar þá spiluðum við spil sem heitir Catan og okkur öllum finnst ýkt skemmtilegt og við ætlum svo innilega að endurtaka þetta kvöld mjög fljótlega.  

Jæja, nóg í bili ég þarf að halda áfram að sækja um störf og setja saman Argos og IKEA dót, hafðið það sem allra best þangað til næst. 

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari


Viðburðarrík vika í desember...nýtt starf og flutningar

Sorry, sorry, að ég skuli ekki vera búin að skrifa hér fyrr. Mun standa mig betur í framtíðinni en það eru sko breytingatímar í gangi J 

10. – 14. desember. Ég fór í þrjú viðtöl í vikunni sem gengu bara nokkuð vel. Fórum og tókum við lyklunum af íbúðinni og tókum út það sem okkur fannst ábótavant ásamt “inventory clerk”. Það var svo hringt í mig frá Fosters Marketing samdægurs og mér var boðið að koma í heilsdagsviðtal og átti að mæta kl. 10 daginn eftir.  

Í he
ilsdagsviðtalinu var ég sett undir stjórn þjálfara sem ber ábyrgð á þjálfuninni minni og myndi svo meta mig eftir daginn og mæla með því hvort ég fengi starfið eða ekki. Þegar ég hitti þjálfarann minn og hún sagði mér nákvæmlega í hverju starfið fælist þá fékk ég áfall.....ég og þjálfarinn minn áttu að fara út að hitta viðskiptavini sem þýddi það að fara í Halfords verslanir(svipað og Bílanaust eða N1 í dag) og bjóða viðskiptavinum á staðnum að fylla út umsókn um að fá Halfords Rewards Mastercard og þegar ég myndi ná að láta viðskiptavin segja já við að fá kort þá fengi ég sko 5 pund á hverja umsókn ... þvílíkur peningur. Maður er alveg að fara aftur um 10 ár í atvinnumálum....en ég sem væri í engum vandræðum að fá frábærarar stöður heima á Íslandi er ég komin í þetta J Ég ákvað að láta mig hafa þetta svona bara fyrir reynsluna ...fyrsta daginn fylgdist ég með þjálfarnum fá fólk til að fylla út umsóknir og spurði spurninga og var í búðinni til kl. 19 og fór svo á skrifstofuna og fór í viðtal og fékk að sjálfsögðu starfið...eins og það hafi verið erfitt J En ég ákvað að taka starfinu þrátt fyrir ömurleg laun svo að ég gæti fengið staðfestingu á því að ég væri byrjuð að vinna í Bretlandi þar sem maður getur eiginlega ekki gert neitt hérna nema vera með bankareikning.
Ingvar vinur var einmitt að segja mér að hann og Heimir fóru á Blockbuster og ætluðu að fá sér DVD til að horfa á og þá var hann spurður um “utility bill” til að skrá hann inní gagnagrunninn þeirra .........þvílíkur skandall þetta kerfi hérna en ætli þetta sé nú ekki komið útaf biturri reynslu.

Um kvöldið fluttum við Hrund dótið okkar yfir í nýju íbúðina en skelltum okkur svo aftur yfir í hina íbúðina þar sem þar var Internet og eldhúsáhöld þar sem okkar íbúð er partly furnished og því vantar margt ennþá.  Fyrsta vinnudaginn vaknaði kl. 06 til að taka mig til því það tekur tíma að komast á milli hér í London og ég þurfti að láta taka passamyndir sem ég þurfti að afhenda þegar ég mætti. Svo fórum við Brigdet þjálfarinn minn víst í mjög erfiða Halfords búð að hennar mati og gerðum okkar besta til að ná markmiði dagsins sem var 12 manns en við náðum því miður ekki nema 10 manns og þar af náði ég 3 sem ég tel bara helvíti gott því ég var að ná að æfa mig og þjálfaðist í að beita sannfæringakrafti á ensku sem ég var nú bara ekki nógu góð í fyrst um morguninn en var svo bara orðin nokkuð góð og þetta var alveg frábær reynsla.

Það var hringt í mig í vinnunni og ég var bókuð í viðtal á þriðjudaginn hjá Meade investement, ánægð með það J Svo þegar við komum um kvöldið aftur á skrifstofuna var staðfestinginn tilbúin um að ég væri að vinna hjá þeim svo ég var mjög ánægð þá gæti ég farið í banka og stofnað reikning. Svo lá leiðin heim í nýju íbúðina og ég var alveg orðin búin á því eftir að hafa verið tvo daga að vinna standandi sem ég er alltof óvön. Ég sá einn nágranna minn en hann var ekkert smá sætur og en hann býr á sömu hæð og við Hrund....úff hlakka til að sjá hann oftar og vonandi er hann á lausu J Ég pantaði mér pizzu meikaði ekkert annað og fór í æðislegt bað. Svo kom mín úr baði og þá var smoothy-inn minn sem var á eldhúsborðinu sprunginn út um allt eldhús....uppí loft og allan pakkan svo ég var dauðþreytt í klukkutíma að þrífa þetta með eiginlega ekkert aðmennilegt til að þrífa af því að þetta var bara fyrsta nóttin mín. Það var reyndar svolítið skrýtið að vera ekki með sjónvarp og vera líka Internetlaus.  

Ég er svo búin að skrá mig á síðu sem er: www.ticketmaster.co.uk og nú fæ ég tilkynningu ef það á að byrja selja miða á tónleika með U2, Robbie Williams, Madonnu og George Michael en listinn á svo eftir að stækka, hlakka ekkert smávegis til að fara á tónleika hér úti. Svo fórum við og fengum okkur æðislegan taílenskan mat á Thai Room.
 

Á sunnudaginn ákvað ég að kíkja aðeins með Þurý á Petticoat Lane markaðinn þar sem ég vildi kaupa gjafir fyrir alla peningana mína þessa dagana...en líka að fá vitneskju hennar um hvar væri best að versla og sonna, þessi markaður er rétt hjá Aldgate East tube stöðinni á Commercial Street. Þetta er markaður þar sem hægt er að fá ýmislegan fatnað t.d. pelsa frá 25 pund og uppúr, töskur, skart og úr. Fórum svo einnig í nokkrar búðir í Spitalfields, þar sá ég æðislega bása á markaðinum en það er skylda fyrir fólk sem kemur til London að fara á þessa markaði því það er hægt að gera frábær kaup á vörur sem enginn annar á. Þaðan var ferðinni heitið í ASDA að kaupa smávegis í innbúið svo ég gæti nú drukkið drykki með glasi og sonna. Við Þurý og Vigdís fórum svo á æðislegan ítalskan stað sem heitir La Forchetta....en hann er staðsettur á Bethnal Green Road rétt hjá Tube stöðinni en hann er einnig frekar ódýr, við Hrund eigum líklega eftir að fara þangað svolítið oft þar sem okkur finnst ítalskur matur mjög góður. Um kvöldið fór ég svo aðeins heim til Þurý og fékk að fara á netið og svo tók ég með mér heila ferðatösku af dóti sem hún ætlar að gefa okkur þar sem hún er að flytja heim, það er ekkert smá hentugt og algjört æði, takk fyrir okkur aftur Þurý mín J 

Fyrsta verkið mitt á mánudagsmorgninum var að fara í banka og stofna bankareikning, oh, hvað það var æðisleg tilfinning. Nú getum við loksins fengið BT (sama og Síminn heima) til að opna símalínu í íbúðinni okkar en það á að taka......þurfum að taka þessa Breta í gegn fyrir hvað þeir eru seinir að framkvæma hlutina og veita lélega þjónustu. Ég var eiginlega allan daginn að þessu ásamt því að sækja um störf. Við Þurý borðuðum svo á nice Kebab stað nálægt heimilinu mínu.  

Þriðjudagurinn byrjaði á því að fara í viðtal hjá fyrirtæki sem heitir Meade Investment en það tók mig einn og hálfan tíma að komast þangað. Leist vel á fyrirtækið og fólkið....þeim greinilega á mig líka því í lok viðtalsins boðuðu þau mig í annað viðtal á fimmtudaginn ásamt því að láta mig hafa verkefni til að leysa fyrir þann tíma. Fékk símtal útaf öðru starfi sem er aðeins nær og betur borgað vona að það gangi vel. Svo fór ég heim til Þurý og tók saman meira dót sem hún ætlar að gefa okkur og svaraði tölvupósti.
Svo fór ég út að borða með Ingvari, Guðrúnu systir hans og Magga kærastanum hennar sem eru í heimsókn hjá honum. Fórum á fínan pizzastað sem heitir Yard og er á Great Eastern Street.  

Veðrið hér í London er nú bara búið að vera ágætt fyrir utan kuldann ekkert sonna rosalegt eins og Íslandinu góða, þvílíkar óveðursfréttir sem maður er að heyra um
J 
Ég fór til Íslands þann 21. desember og fór strax kl. 11 þann 22. desember í hárgreiðslu hjá henni Selmu á Solid en hún var svo yndisleg að koma mér að með stuttum fyrirvara því vinkonur mínar hér sem eru ljóshærðar voru orðnar gular og þurfa að fara í lagfæringu heima svo ég þorði ekki alveg strax að treysta öðrum fyrir hárinu mínu. Jólin og áramótin voru náttúrlega algjört æði, gott og gaman að koma til Íslands í faðm fjöldskyldu og vina sem eru búin að styðja mjög vel við bakið á mér.

Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og megi komandi ár vera sem allra best en ég veit að þetta á eftir að vera frábært ár hjá mér jafnvel eitt það besta J

Jæja, nóg í bili ég þarf að halda áfram að sækja um störf....hafðið það sem allra best þangað til næst.

Lots of luv and hugs and kisses.
Alla Londonfari 
 


Höfundur

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband